Enski boltinn

MK Dons-liðið kostaði minna en Rooney fær borgað á viku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
MK Dons-liðið kostar minna en Rooney fær á viku.
MK Dons-liðið kostar minna en Rooney fær á viku. vísir/getty
Manchester United fékk skammarlegan skell gegn C-deildarliðinu MK Dons í annarri umferð enska deildabikarsins í gærkvöldi, en lærisveinar Louis van Gaals töpuðu, 4-0.

United var 1-0 undir í hálfleik, en í þeim síðari héldu heimamönnum engin bönd og gengu þeir á lagið gegn gestunum sem gerðu sig seka um hver mistökin á fætur öðrum.

Þó United hafi hvílt marga af sínu bestu mönnum stillti það upp liði sem hefði hæglega átt að sigra C-deildarlið, en David De Gea, JonnyEvans, Shinji Kagawa, Anderson, DannyWelbeck og JavierHernández voru allir í byrjunarliði Manchester United í gær.

Ljóst er að United-liðið kostar töluvert meira en MK Dons-liðið sem var sett saman fyrir 250.000 pund, að því fram kemur í frétt Daily Mail.

Til viðmiðs fær Wayne Rooney 300.000 pund í laun á hverri viku eftir að hann skrifaði undir nýjan risasamning fyrr á árinu. Hann getur fyrir þá upphæð keypt sér einn glæsilegan Range Rover í hverri viku.

Launakostnaður MK Dons er þrjár milljónir punda, samkvæmt frétt Daily Mail, en það er tæplega fjórðungur þess sem nýjasti leikmaður Manchester United, Ángel di María, fær á hverju ári.

Manchester United hefur byrjað nýja leiktíð skelfilega undir stjórn Van Gaal. Það tapaði fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni gegn Swansea og gerði svo jafntefli um síðustu helgi gegn Sunderland á útivelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×