Sport

Mjölnismenn berjast í kvöld

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Mjölnismennirnir Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia berjast allir á bardagakvöldi í Doncaster í kvöld. Egill og Birgir keppa í MMA en Diego í sparkboxi.

Aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því að Birgir Örn (2-1) barðist síðast. Þá háði hann harðan fimm lotu titilbardaga sem hann tapaði á stigum. Það er því skammt stórra högga á milli hjá kappanum og segist hann vera í toppstandi.  Í þetta sinn fá dómararnir ekkert að segja um málið enda ætlar Birgir að klára andstæðing sinn. Hann mætir andstæðingi að nafni Onur Caglar og fer bardaginn fram í veltivigt.

Egill Øydvin Hjördísarson (2-0) mætir heimamanninum Matt Hodgson í millivigt. Egill hefur tekið gríðarlega miklum framförum á skömmum tíma í íþróttinni en hann steig fyrst fæti í Mjölni árið 2012 – þá með engan bakgrunn í bardagaíþróttum.

Diego Björn Valencia berst sinn fyrsta sparkbox bardaga í kvöld á sama bardagakvöldi. Bardaginn er undir svo kölluðum K-1 reglum og er Diego spenntur fyrir bardaganum. Diego hefur áður keppt í MMA, boxi, karate og brasilísku jiu-jitsu með góðum árangri.

Sjá einnig: Leiðin að búrinu: Egill Øydvin Hjördísarson vs. Matt Hodgson

Sjá einnig: Diego talar um sparkbox bardagann sinn

MMA

Tengdar fréttir

Reynslunni ríkari eftir sigur og tvö töp

Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×