Innlent

Mjólka innkallar skyrtertu vegna kólígerils

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Pakkningin lítur svona út.
Pakkningin lítur svona út. Vísir/Mjólka
Fyrirtækið Mjólka hefur látið innkalla allar þær Mangó og ástaraldinskyrtertur sem framleiddar voru þann 18. júlí síðastliðinn. Ástæðan er að í gæðaeftirliti fundust kólígerlar í örverumengun. Kólígerlar geta valdið alvarlegum sjúkdómum hjá mönnum sem meðal annars geta leitt til nýrnabilana. Varan er því ekki talin hæf til neyslu.

Hafi einhver verslað vöruna er sá hinn sami beðinn um að farga henni eða skila til framleiðanda að Eyrartröð 2a, Hafnarfirði.

Á pakkanum með gölluðu vörunni stendur að varan sé framleidd þann 18. júlí en síðasti söludagur er 13. ágúst.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×