Innlent

Mjög undrandi á stefnu Landverndar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Vísir/Stefán
„Við höfum verið að skoða stefnuna með okkar lögmönnum í dag og við erum mjög undrandi á henni. Við vísum því algerlega á bug að hafa verið að brjóta einhver lög,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, aðspurður um ákvörðun Landverndar að stefna Landsneti til ógildingar á kerfisáætlun 2014 til 2023.

Landvernd telur fyrirtækið hafa brotið lög með því að taka ekki afstöðu til nema brots af innsendum athugasemdum við gerð kerfisáætlunar og umhverfismats hennar.

Guðmundur Ingi segir í samtali við Vísi að Landsnet bendi á það að kerfisáætlun sé í rauninni bara áætlun. „Hún er ekki bindandi fyrir neinar framkvæmdir og ætluð til þess að draga upp mynd af því hvernig við hyggjumst byggja upp flutningskerfi okkar í framtíðinni. Sviðsmyndaáætlun í rauninni. Að hún skuli vera forsenda fyrir þessari stefnu setjum við spurningamerki við.“

Guðmundur segir fyrirtækið nú meta stöðuna og í framhaldinu ákvarða næstu skref. „Málið fær bara sinn gang í kerfinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×