Lífið

Mixarinn harður í ræktinni, töluðu við „ógeðslegt“ fólk á Cascada-balli og einn var tekinn af Audda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegur þáttur.
Svakalegur þáttur.
Hin sívinsæla myndbandanefnd í Versló, 12:00, gefur út fjóra sketsaþætti á hverju skólaári. Nefndin hefur verið starfandi í mörg ár og nýlega gaf nefndin út sinn fyrsta þátt sem var sýndur í aðalsal skólans.

Þar mátti sjá Magga Mix, Auðunn Blöndal og rosalegt stuð á verslóballi með Cascada í Valsheimilinu.

Með þættinum gáfu þau út tvö lög sem hafa vakið mikla lukku á YouTube. Mikil vinna fór í þáttinn og hópurinn nú þegar byrjaður á næsta þætti.

Í nefndinni eru þau Edda Kristín Óttarsdóttir, Einar Gylfi Harðarson, Einar Karl Jónsson, Guðmundur Emil Jóhannsson, Hákon Gunnarsson, Kári Kristinn Bjarnason, Styrmir Steinþórsson og Völundur Hafstað Haraldsson.

Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn en mikil vinna fer í hvern þátt og koma margir að. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×