Fótbolti

Misstu tökin eftir að Dagný var tekin af velli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný var tekin af velli á 63. mínútu.
Dagný var tekin af velli á 63. mínútu. mynd/facebook-síða portland thorns
Eftir fjóra sigurleiki í röð töpuðu Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í Portland Thorns fyrir Kansas City, 2-1, í bandarísku kvennadeildinni í nótt.

Portland er enn í 2. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði North Carolina Courage sem á leik til góða.

Dagný var í byrjunarliði Portland og lék fyrstu 63 mínúturnar.

Franska landsliðskonan Amandine Henry kom Portland í 0-1 á 43. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Kansas tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla um miðjan seinni hálfleikinn, skömmu eftir að Dagný var tekin af velli.

Yael Averbuch jafnaði metin á 65. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði bandaríska landsliðskonan Sydney Leroux sigurmark Kansas.

Dagný og stöllur hennar fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því næsti leikur Portland er strax á sunnudaginn gegn Houston Dash.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×