Íslenski boltinn

Misstirðu af mörkunum 14 úr Pepsi-deildinni í gær? | Sjáðu þau öll hér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Már Guðmundsson skoraði fyrir Fjölni.
Gunnar Már Guðmundsson skoraði fyrir Fjölni. vísir/vilhelm
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í fótbolta í gærkvöldi en fimmtu umferðinni lýkur í kvöld þegar Stjarnan og FH eigast við í stórleik umferðarinnar á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Þrír stórir sigrar unnust í gærkvöldi en alls voru skoruð þrettán mörk í þremur leikjum og svo eitt í þeim fjórða. Víkingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir kafsigldu ÍBV í Vestmannaeyjum, 3-0, en þar skoraði Gary Martin sitt fyrsta mark fyrir Fossvogsliðið í Pepsi-deildinni.

Valsmenn tóku nýliða Þróttar í kennslustund á Valsvellinum, 4-1, þar sem heimamenn komust í 4-0 á fyrstu 51 mínútu leiksins. Þá tryggði Höskuldur Gunnlaugsson Breiðabliki flottan 1-0 sigur á KR sem getur orðið sex til sjö stigum á eftir toppliðunum í kvöld.

Ólsurum var svo kippt niður á jörðina með látum í Grafarvogi þar sem Fjölnir vann nýliðana, 5-1. Flottasta mark gærkvöldsins var skorað þar en bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson skoraði algjörlega frábært mark.

Öll mörkin má sjá hér að neðan en farið verður ítarlega yfir alla leikina í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld, beint eftir beina útsendingu á leik Stjörnunnar og FH. Upphitun fyrir hann hefst klukkan 19.30 á Sport HD.

ÍBV - Víkingur R. 0-3 0-1 Arnþór Ingi Kristinsson (51.), 0-2 Gary Martin (61.), Viktor Jónsson (83.). Breiðablik - KR 1-0 1-0 Höskuldur Gunnlaugsson (35.). Valur - Þróttur 4-1 1-0 Nikolaj Hansen (25.), 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (38.), 3-0 Sigurður Egill Lárusson (45.), 4-0 Kristinn Freyr Sigurðsson (51.), 4-1 Thiago Borges (90.). Fjölnir - Víkingur Ó. 4-1 1-0 Martin Lund Pedersen (29.), 2-0 Gunnar Már Guðmundsson (43.), 2-1 Hrvoje Tokic (47.), 3-1 Viðar Ari Jónsson (49.), 4-1 Hans Viktor Guðmundsson (78.), 5-1 Marcus Solberg (84.).

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×