Innlent

Missti allar skrautdúfurnar sínar í eldsvoðanum: „Það er allt farið“

Gissur Sigurðsson skrifar
Aðeins fimmtán dúfur af u.þ.b. 300 björguðust. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Aðeins fimmtán dúfur af u.þ.b. 300 björguðust. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Áralöng skrautdúfnaræktun í Hafnarfirði varð að engu í eldsvoða í stóru dúfnahúsi skammt frá álverinu í Straumsvík í nótt. Aðeins fimmtán dúfur af u.þ.b. 300 björguðust. Þorvaldur Færseth ræktandi missti allar sínar dúfur.

Vegfarandi gerði slökkviliðinu viðvart um reyk frá húsinu um klukkan hálf þrjú í nótt og sendi það bíl á vettvang. Kom þá í ljós að talsverður eldur logaði í húsinu, þar sem dúfurnar voru í búrum.

Slökkviliðsmönnum tókst ekki að bjarga nema nokkrum búrum undan eldinum, sem meðal annars var kominn í þak hússins. Þorvaldur Færseth er einn þeirra sem hefur stundað skrautdúfuræktun í húsinu um árabil.

Ræktun hafði verið í húsinu í vel á annan áratug.Vísir/AFP
Óséð um uppbyggingu

„Við erum fjórir í þessu húsi sem brann,“ segir Þorvaldur en ræktun hefur að hans sögn verið í húsinu í fimmtán til átján ár. Um er að ræða kynbætur á skrautdúfum þar sem ræktendur reyna að ná fram sýningarstöðlum.

„Það er allt farið. Í mínu tilfelli eru allir fuglarnir farnir. Öll ræktunin. Ekkert eftir,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en Þorvaldur vonast til að upplýsingar þess efnis liggi fyrir síðar í dag. Þá er Þorvaldur ekki viss hvað taki við.

„Það er óséð um það. Það er þungt að fara í að byggja upp húsið aftur. Við eigum eftir að ræða það innan félagsins.“


Tengdar fréttir

Skrautdúfur drápust í eldsvoða

Margar dúfur drápust, en nokkrum tókst að bjarga, þegar eldur kom upp í húnsæði Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í nótt, en húsið er í grennd við Álverið í Staumsvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×