Enski boltinn

Missir Son af byrjuninni á Englandi vegna Asíuleikanna?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Son fagnar marki á HM.
Son fagnar marki á HM. vísir/getty
Heung-Min Son, framherji Tottenham, gæti misst af fyrstu leikjum liðsins í úrvalsdeildinni vegna landsliðsverkefna á Asíuleikunum.

Son var einn af þremur leikmönnum yfir 23 ára sem voru valdir í landslið Suður-Kóreu sem spilar á Asíuleikunum en velja má þrjá leikmenn 23 ára og eldri í hópinn.

Kim Hak-Bom, þjálfari U23 ára liðs Suður-Kóreu, segir að þeir hafi enn ekki náð samkomulagi við Son en Asíuleikarnir byrja fjórum dögum eftir að úrvalsdeildin hefst.

Asíuleikarnir eru ekki hluti af opinberum mótum FIFA svo félög en Son er líklegur til að vilja taka þátt. Gullverðlaun þar gætu sleppt Son við að þurfa að fara í herinn.

Tottenham gætu komið nokkuð beygðir til móts í byrjun móts og það er ljóst að erfitt verkefni bíður Maurico Pochettino. Níu leikmenn voru að spila á HM um helgina og fara nú í frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×