Handbolti

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Skandinavíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir í landsleik.
Vignir í landsleik. vísir/daníel
Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem komst upp í annað sætið í dönsku úrvalsdeildinni með sigri, 33-30, á botnliði Randers.

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Randers, þar af þrjú úr vítum. Arnór Freyr Stefánsson varði tvö skot fyrir liðið.

Tandri Már Konráðsson spilaði enga sókn fyrir Skjern sem tapaði á heimvelli, 18-21, gegn Kolding. Skjern er í fjórða sæti.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyir Kristianstad sem vann nauman sigur, 28-27, á Ystads í sænska boltanum.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og Gunnar Steinn Jónsson eitt. Sænski landsliðsmaðurinn Jerry Tollbring skoraði tólf mörk fyrir Íslendingaliðið í kvöld. Kristianstad er í þriðja sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×