Golf

Misjafnt gengi á fyrsta degi á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Brá lék best af íslensku keppendunum.
Guðrún Brá lék best af íslensku keppendunum. vísir/anton
Íslensku keppendurnir á EM kvennalandsliða í golfi hafa lokið keppni í dag. Leikið er á Urriðavelli en mótinu lýkur á laugardaginn.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Urriðavelli í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir stóð sig best af íslensku kylfingunum en hún lék á 73 höggum, eða einu yfir pari.

Sunna Víðisdóttir og Anna Snorradóttir léku báðar á fimm höggum yfir pari.

Signý Arnórsdóttir lék fyrsta hringinn á 10 höggum yfir pari, Ragnhildur Kristinsdóttir á 11 höggum yfir pari og Berglind Björnsdóttir á 14 höggum yfir pari.

vísir/anton

Tengdar fréttir

Það er allt of gott veður

Evrópumót kvennalandsliða í golfi hefst á Urriðavelli í dag. Þetta er stærsta alþjóðlega golfmót sem hefur verið haldið á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, setur markið hátt fyrir mótið stóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×