Bíó og sjónvarp

Misjafnir dómar um Interstellar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndagagnrýnandinn Todd McCarthy hjá Hollywood Reporter birtir dóm um kvikmyndina Interstellar í dag. Hluti hennar var tekinn upp á Svínafellsjökli fyrir rúmu ári með aðstoð Sagafilm en myndin verður frumsýnd hér á landi 7. nóvember. 

Todd segir myndina aldrei ná flugi.

„Interstellar er aðeins of föst í jarðbundnum tilfinningum og vísindalegum raunveruleika til að ná raunverulegu flugi og hætta sér út í hið óþekkta, hið virkilega hættulega. Hún vekur furðu á stundum en horfist aldrei í augu við ógn hins óþekkta eða tómsins,“ skrifar hann meðal annars í dómi sínum.

Scott Foundas hjá Variety er hrifnari af myndinni.

„Nolan býður upp á hvert spennandi atriðið á fætur öðru, til að mynda marga nauma flótta og heillandi atriði þar sem geimfar er tengt við geimstöð þar sem allt kvikmyndahúsið virðist breytast í eina, stóra þeytivindu. Þessir þrír tímar sem myndin er líða hjá án þess að maður taki eftir því,“ skrifar hann meðal annars. 

Leikstjóri Interstellar er Christopher Nolan en í aðalhlutverkum í myndinni eru Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway og Jessica Chastain.


Tengdar fréttir

Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar

Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×