Enski boltinn

Mirallas verður frá í um fjórar vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mirallas tognaði gegn Liverpool.
Mirallas tognaði gegn Liverpool. Vísir/Getty
Talið er að Kevin Mirallas, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, verði frá í að minnsta kosti fjórar vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Liverpool á laugardaginn.

Belginn tognaði aftan í læri eftir hálftíma leik og þurfti að fara af velli. Roberto Martinez sagði eftir leikinn gegn Liverpool að það væri mikið áfall að missa Mirallas.

„Kevin hefur verið að spila frábærlega og það eru margir leikir framundan. Þetta eru ekki góðar fréttir,“ sagði Martinez, en Everton hefur aðeins unnið einn af sex fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Mirallas, sem hefur skorað þrjú mörk á tímabilin, mun líklega missa af leikjum gegn Manchester United, Aston Villa og Burnley í úrvalsdeildinni og Lille og Krasnodar í Evrópudeildinni.


Tengdar fréttir

Draumamark Jagielka tryggði Everton stig | Sjáið mörkin

Everton stal stigi á Anfield Road í Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Phil Jagielka tryggði Everton 1-1 jafntefli á heimavelli Liverpool með ótrúlegu marki í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×