Erlent

Minnst níu létust í sjálfsvígsárás á kirkju í Pakistan

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Tæplega fjögur hundruð manns voru í kirkjunni þegar árásin átti sér stað.
Tæplega fjögur hundruð manns voru í kirkjunni þegar árásin átti sér stað. Vísir/AFP
Að minnsta kosti níu létust og 56 slösuðust í árás sem gerð var á kirkju meþódista í Pakistan í morgun. Kirkjan er í borginni Quetta í suðvesturhluta Pakistan en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Reuters greinir frá.

Tveir menn vopnaðir skotvopnum og sprengjuvestum réðust á kirkjuna en annar þeirra var skotinn af lögreglu áður en hann komst inn í aðalbyggingu kirkjunnar. Sarafaz Bugti, ráðherra Balochistan-héraðs, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að lögreglan hafi skotið annan árásarmannanna fyrir utan kirkjuna og að lögregla hafi brugðist hratt við og komið í veg fyrir frekara mannfall.

Ódæðisverk af þessu tagi eru ekki óalgeng á svæðinu og er kirkjan í Quetta almennt vöktuð af lögreglu.Vísir/AFP
Yfirlögregluþjónn héraðsins, Moazzam Jah, segir í samtali við Reuters fréttaveituna að um 400 hundruð manns hafi verið í kirkjunni þegar árásin átti sér stað. Staðfesti hann að lögregla hafi skotið annan árásarmannanna en hinn hafi sprengt sig í loft upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×