Erlent

Minnst 700 taldir hafa drukknað í Miðjarðarhafinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að minnst 700 manns sé saknað í Miðjarðarhafinu. Um er að ræða fólk sem var á þremur skipum sem fórust á leið frá Líbýu til Ítalíu á síðustu dögum.

Um hundrað er saknað eftir að fiskiskip valt á miðvikudaginn, en ítalski sjóherinn náði óhugnanlegum myndum af því slysi. Þá er um 550 saknað eftir að skip sök undan ströndum Líbýu á fimmtudaginn.

Eftirlifendur segja að um 670 manns hafi verið um borð í skipinu, sem var vélarvana. Það var dregið af öðru skipi sem var þétt setið af farands- og flóttafólki. Skipið sem var dregið hvolfdi og einungis rúmlega hundrað manns björguðust.

Nú síðast á föstudaginn var 135 bjargað og 45 lík fundust eftir að skip sökk. Þeir sem björguðust segja að fjölmargir hafi farist en ekki liggur fyrir hve margir.

Alls var um þrettán þúsund manns bjargað frá drukknun í Miðjarðarhafinu í vikunni samkvæmt Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×