Erlent

Minnst 48 særðir í sprengingu í Tyrklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi frá 1984.
Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi frá 1984. Vísir/AFP
Minnst 48 eru særðir eftir sprengingu í borginni Van í austurhluta Tyrklands nú í morgun. Stór bílasprengja var sprengd í um 200 metra fjarlægð frá höfuðstöðvum AK flokksins, sem stjórnar Tyrklandi. Enginn er talinn hafa látið lífið í árásinni.

Tveir eru þó sagðir vera í alvarlegu ástandi.

Meðal hinna særðu er tveir lögregluþjónar en yfirvöld hafa sakað Verkamannaflokk Kúrda, PKK, um árásina. Fjöldi sprengjuárása hafa verið gerðar í suðausturhluta landsins þar sem Kúrdar eru í meirihluta, frá þvi að það slitnaði upp úr vopnahléi í fyrra. PKK hafa barist fyrir sjálfstæði Kúrda í rúm 30 ár.

Yfirvöld í Tyrklandi ráku í gær 28 bæjarstjóra úr störfum sínum í þessum hluta landsins, en þeir voru sagðir tengjast PKK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×