Erlent

Minnst 28 látnir í sprengingu í Ankara

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Vísir/EPA
Minnst 28 eru látnir og 61 særður eftir gífurlega stóra sprengingu í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í kvöld. Yfirvöld segja að bíll hlaðinn sprengiefnum hafi verið sprengdur þegar rútum sem hermenn sátu í var ekið hjá. Sprengingin varð skammt þinghúsi Tyrklands og höfuðstöðvum hersins í götu þar sem yfirmenn hersins búa.

Aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands segir að um hryðjuverk sé að ræða.

Svæðið var girt af en skömmu seinna heyrðist önnur sprenging í borginni. AFP fréttaveitan segir lögregluna hafa verið að eyða grunsamlegum pakkningum.

Ekki liggur fyrir hver framkvæmdi árásina en undanfarin misseri hefur Íslamska ríkinu verið kennt um nokkrar árásir og einnig Kúrdum. Í október féllu 103 í borginni þegar tveir menn sprengdu sig í loft upp meðal fjölmargra mótmælenda. Þar að auki dóu ellefu í sprengjuárás í Ankara nú í janúar,en flestir þeirra voru ferðamenn frá Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×