Erlent

Minnst 23 borgarar látnir í loftárásum í Idlib

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Idlib í morgun.
Frá Idlib í morgun. Vísir/AFP
Rússneskar sprengjuvélar eru sagðar hafa ráðist á borgina Idlib í Sýrlandi í morgun. Minnst 23 almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í borginni, sem er á valdi Al-Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Tugir eru sagðir hafa særst, samkvæmt AFP fréttaveitunni.

Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem reka umfangsmikið net útsendara í Sýrlandi, segja þetta hafa verið umfangsmestu árásir á Idlib um langt skeið. Frá því að vopnahléssamningur milli stjórnarhersins og hófsamra uppreisnarhópa var undirritaður þann 27. febrúar hafi fáar árásir verið gerðar.

Vopnahléið nær þó ekki til hópa eins og Nusra Front og Íslamska ríkisins. Rússar segjast ekki hafa gert umræddar loftárásir, samkvæmt Interfax.

Sprengjur eru sagðar hafa lent í íbúðarhverfum og nærri sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×