Erlent

Minnst 20 látnir eftir bílsprengju í Sómalíu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Talið er að tala látinna muni rísa.
Talið er að tala látinna muni rísa. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 20 manns eru látnir og 15 særðir eftir að sprengja sprakk í bíl í Sómalíu nú í morgun. CNN greinir frá.

Að sögn lögregluyfirvalda keyrði árásarmaður bílnum inn um aðalinngang að höfn Mogadishu, höfuðborg Sómalíu þar sem hann sprengdi bílinn í loft upp. Árásin beindist lögreglumönnum við höfnina sem og tollayfirvöldum.

Flestir látinna eru hinsvegar starfsmenn hafnarinnar og almennir borgarar. Talið er að tala látinna geti risið með deginum.

Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árásinni en líkur eru taldar á því að Al Shabaab, sómölsk hryðjuverkasamtök með tengsl við Al-Kaída hafi borið ábyrgð á árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×