Viðskipti innlent

Minnkandi skortur á efnislegum gæðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Skortur á efnislegum gæðum er tíðari meðal einstæðra foreldra og barna þeirra en hjá öðrum heimilisgerðum.
Skortur á efnislegum gæðum er tíðari meðal einstæðra foreldra og barna þeirra en hjá öðrum heimilisgerðum. Vísir/Andri Marinó
Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6 prósentum í 5,5 prósent á milli áranna 2013 og 2014. Hlutfallið á Íslandi 2013 var það fimmta lægsta í Evrópu samkvæmt Hagstofu Íslands.

Sé skortur greindur eftir atvinnustöðu skera öryrkjar sig úr. Í fyrra skorti 23 prósent þeirra efnisleg gæði og var hlutfallið mun lægra á meðal atvinnulausra, eða 12,5 prósent.

Á vef Hagstofunnar segir að skortur á efnislegum gæðum sé tíðari meðal einstæðra foreldra og barna þeirra en hjá öðrum heimilisgerðum. Í fyrra skorti 20,3 prósent þessa hóps efnisleg gæði. Hlutfallið var 4, prósent á meðal þeirra sem bjuggu á heimilum tveggja fullorðinna og tveggja barna.

Þá var hlutfallið nokkuð hátt á meðal fólks undir 65 ára aldri sem býr eitt á heimili, eða 15,1 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×