SUNNUDAGUR 26. MARS NŻJAST 06:28

Sebastian Vettel vann ķ Įstralķu

SPORT

Minni umsvif fataverslana žrįtt fyrir aukna kaupgleši

 
Višskipti innlent
15:01 15. MARS 2017
Velta fataverslana hefur dregist saman žrįtt fyrir mikinn hagvöxt.
Velta fataverslana hefur dregist saman žrįtt fyrir mikinn hagvöxt. VĶSIR/VILHELM

Velta í dagvöruverslunum er að aukast jafnt og þétt, og var veltan í febrúar síðastliðnum þremur prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Að jafnaði hefur velta dagvöxuverslana aukist um sex prósent síðustu tólf mánuði.

Þetta kemur  fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar segir að verð á matvælum fari lækkandi. Þar af leiðandi sé magn þess sem keypt er meira en velta í krónum gefur til kynna. Velta áfengisverslunar vex einnig og var átta prósentum meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra.

„Aukinn kaupmáttur og vaxandi væntingar er jafnan ávísun á aukna kaupgleði,“ segir í tilkynningunni, og því veki það athygli að í hinum mikla hagvexti, sem sé að nokkru drifinn áfram af aukinni neyslu, skuli fataverslun dragast saman.

Rannsóknarsetrið ætlar að hluti skýringarinnar sé aukin netverslun frá útlöndum auk þess sem sterkar vísbendingar séu um að landsmenn kaupi stóran hluta fata þegar þeir ferðast til útlanda.

Velta fataverslana var 12,4 prósent minni í febrúar en í sama mánuði í fyrra, en á þessu tólf mánaða tímabili lækkaði verð á fötum um 7,3 prósent.

Þetta á hins vegar ekki við um skóverslun því hún jókst um 23,7 prósent í febrúar. Verð á skóm í síðasta mánuði var 6,1 prósent lægra en í sama mánuði í fyrra.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Višskipti / Višskipti innlent / Minni umsvif fataverslana žrįtt fyrir aukna kaupgleši
Fara efst