FÍSTUDAGUR 30. SEPTEMBER NŢJAST 20:16

Bein ˙tsending: Fyrsti ■ßttur Domino's K÷rfuboltakv÷lds

SPORT

Minni samkeppni fyrir Gylfa

 
Enski boltinn
09:18 12. JAN┌AR 2016
Jonjo Shelvey er a­ fara til Newcastle.
Jonjo Shelvey er a­ fara til Newcastle. V═SIR/GETTY

Newcastle er að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Jonjo Shelvey frá Swansea, að því fram kemur í breskum miðlum í morgun.

Newcastle borgar tólf milljónir punda fyrir miðjumanninn sem kom til Swansea frá Liverpool fyrir hálfu þriðja ári, en hann er 23 ára gamall.

Shelvey byrjaði fyrstu þrettán leiki tímabilsins með Swansea en var svo ekki í hópnum þrjá leiki í röð og kom eftir þap þrisvar sinnum inn á sem varamaður.

Enski miðjumaðurinn, sem á sex landsleiki að baki, var ekki í leikmannahópnum þegar Swansea tapaði fyrir Manchester United á öðrum degi nýs árs.

Með brottför hans minnkar samkeppnin fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á miðju velska liðsins en íslenski landsliðsmaðurinn hefur svo sem ekkert þurft að hafa neinar áhyggjur af sínu sæti.

Gylfi er búinn að spila alla 20 leiki Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og vera í byrjunarliðinu í 17 af þeim leikjum.
Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Enski boltinn / Minni samkeppni fyrir Gylfa
Fara efst