Erlent

Minnast Foley með svartri prófílmynd

Atli Ísleifsson skrifar
James Foley var rænt í Sýrlandi árið 2012.
James Foley var rænt í Sýrlandi árið 2012. Vísir/AP
Fjöldi Facebook-notenda víðs vegar um heim hafa skipt yfir í alsvarta prófílmynd á Facebook í dag til að minnast bandaríska blaðamannsins James Foley og fordæma aftöku IS-liða á honum.



Í frétt Aftenposten segir að norski blaðamaðurinn Dag Bæverfjord hjá Verdens Gang sé einn af hvatamönnum átaksins og hefur hann hvatt norska blaðamenn og aðra til að skipta út prófílmyndum sínum fyrir svarta ferninga.

„Andre Liohn, frábær ljósmyndari og vinur James, veitti mér innblástur með því að vera með svarta prófílmynd,“ segir Bæverfjord í samtali við TV2.no.

„Fólk verður að muna eftir að það sé þökk manna eins og Foley, sem fara og skrásetja atburði á verstu stöðum heims, að við vitum hvað er að gerast.“

Liðsmenn IS birtu í fyrradag myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur James Foley sem klæddur var í appelsínugulan samfesting. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012.

Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að myndbandið væri ósvikið. Þá hefur einnig verið greint frá því að Bandaríkjaher hafi gert misheppnaða tilraun í sumar til að bjarga Foley og öðrum gíslum úr höndum mannræningja.

Fredrik Græsvik, fréttamaður hjá TV2 í Noregi, lét sitt ekki eftir liggja.

Tengdar fréttir

Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley

Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna.

Obama fordæmir morðið á Foley

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina.

Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×