Sport

Minna horft á Super Bowl í ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Brady fagnar með bikarinn í nótt.
Tom Brady fagnar með bikarinn í nótt. Vísir/AP
Samkvæmt fyrstu áhorfstölum var minna horft á Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í nótt en síðustu tvo úrslitaleiki á undan.

Leikurinn var ótrúlegur en eftir að Atlanta Falcons komst í 28-3 forystu í þriðja leikhluta náðu Tom Brady og félagar að koma til baka, jafna leikinn og vinna svo í framlengingu.

Sjá einnig: NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt

Þetta var fimmti meistaratitill Brady og þjálfarans Bill Belichick og var strax eftir leikinn í gær talað um hann sem besta Super Bowl-leik frá upphafi.

48,8 prósent heimila með sjónvarpstæki í Bandaríkjunum voru með stillt á leikinn í gær samkvæmt fyrstu mælingum. Fyrir tveimur árum var þessi tala í 49,7 prósentum og 49,0 prósentum í fyrra.

Sjá einnig: Super Bowl: Sjóræningjar, vélmenni, geimverur og John Wick

Fox-sjónvarpsstöðin sýndi beint frá leiknum í gærkvöldi en það er ekki aðeins íþróttaleikurinn sem dregur fólk að skjánum, heldur metnaðarfullar auglýsingar sem eru þær dýrustu í bandarísku sjónvarpi og skemmtiatriðin í hálfleik en í gær fór Lady Gaga á kostum í sýningunni.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×