Lífið

Minna börn á það fallega

Freyr Bjarnason skrifar
Álfrún Örnólfsdóttir samdi textann við lagið.
Álfrún Örnólfsdóttir samdi textann við lagið.
Styrktarfélagið Jógahjartað stóð fyrir útgáfu lags og myndbands nú á dögunum.

Laginu, sem heitir Ljósið í mér og er eftir Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur, er ætlað að minna öll börn (og fullorðna) á það fallega sem býr innra með þeim og auka hamingju, ljós og frið í hjarta.

Börn í kór Hörðuvallaskóla sungu lagið en þar hefur verið jógakennsla fyrir öll börn í 1-4. bekk í haust. Öll vinna við lagið og myndbandið var unnin í sjálfboðavinnu.

Textann samdi leikkonan og jógakennarinn Álfrún Helga Örnólfsdóttir en hún hefur síðastliðin þrjú ár unnið við að kenna börnum og unglingum jóga. Hægt er að horfa á myndbandið á síðunni jogahjartad.com. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×