Lífið

Mín dagskrá á menningarnótt

Nú geta allir sett saman sína eigin dagskrá á Menningarnótt.
Nú geta allir sett saman sína eigin dagskrá á Menningarnótt.

Nýr dagskrárvefur menningarnætur hefur nú verið opnaður á slóðinni www.menningarnott.is. Vefnum er ætlað að bæta aðgengi að þeim viðburðum sem í boði eru á Menningarnótt og auðvelda fólki að setja saman sína eigin dagskrá til að taka með í miðborgina. Til að setja saman sína eigin dagskrá þarf einungis að haka við þá viðburði sem maður vill sjá og prentast þeir þá út ásamt staðsetningu viðburðanna á korti.

Framsetning viðburða með þessum hætti er afrakstur þróunarvinnu sem Gagarín hefur unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila. Hér er um tilraunaútgáfu að ræða. Ingibjörn Pétursson, mastersnemi við Viðskiptaháskólann í Árósum hafði umsjón með uppsetningu þessa vefsins fyrir hönd Gagarín en hann rannsakar mismunandi birtingarform rafrænna gagna í lokaverkefni sínu og notar vef menningarnætur í þeim tilgangi. Geir Borg hjá Gagarín og Hreinn Hreinsson hjá Reykjavíkurborg hafa unnið með Ingabirni að útfærslu vefsins, ásamt hönnuðum og forritum hjá Gagarín.

Gagarín hannaði útlit og framsetningu vefsins og forritaði kerfislausn sem birtir upplýsingar um viðburðina með ólíkum hætti en fyrirtækið hefur verið að sérhæfa sig í birtingu upplýsinga í tíma og rúmi. Notandi getur valið að nálgast upplýsingar í flokkuðum viðburðalista, á tímaás og á korti. Kerfið birtir margvísleg gögn, s.s. texta, myndir, vídeo og staðsetningu á korti. Gögnin sem birtast á vefnum eru vistuð á sérstökum gagnagrunni sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur umsjón með.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×