Innlent

Milt veður á Menningarnótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Veðurstofa Íslands
Líklegt er að veður á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn næstkomandi verði milt þrátt fyrir að spáð sé einhverri rigningu. Hins vegar verður ekki hvasst og er spáð allt að fimm metrum á sekúndu. Hiti verður tíu til tólf stig. Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin í tuttugasta skipti á laugardag og von er á fjölmenni í bænum.

Dagskráin hefst á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka klukkan 08:40 og lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu um kvöldið.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir suðaustanátt og að henni fylgi líklega einhver rigning á Suður- og Vesturlandi. Þrátt fyrir það yrði veðrið líklega milt. Ekki mikill og ágætur hiti. Þá er útlit fyrir talsverðarigningu á suðausturhorninu.

Frekari upplýsinga má sjá á vef Veðurstofunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×