Íslenski boltinn

Milos: Óttar er ekki bara sætur, hann er líka mjög góður í fótbolta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Milos Milojevic, þjálfari Víkinga.
Milos Milojevic, þjálfari Víkinga. vísir/anton
„Ég er alveg gríðarlega ánægður og frábært að sjá Óttar skora þetta mark og koma okkur í lykilstöðu,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn.

Víkingur vann frábæran sigur á Þrótti, 2-0, í Fossvoginum í kvöld og var um gríðarlega mikilvægan sigur að ræða fyrir heimamenn. 

Þróttur er sem fyrr á botni deildarinnar. 

„Það eina sem ég sagði við hann áður en ég setti hann inn á væri að njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman af,“ segir Milos en hann setti Óttar Magnús Karlsson inn á 72. mínútu og kom hann Víkingum á bragðið.

„Hann gerði frábæra hluti þegar hann kom inn á og breytti flæðinu í sóknarleik okkar. Hann er ekki bara góður út af því að hann er sætur, hann er bara góður í fótbolta. Engu að síður var þetta ekki góður leikur hjá okkur og þessi tvö mörk eru ekki að fara rugla mig í ríminu, við vorum lélegir og Þróttarar voru bara einfaldlega betri en við í kvöld.“

Milos segir að lið Þróttara sé í raun mjög gott.

„Þeir eru sumir öskufljótir og maður þarf að sýna þolinmæði á móti þeirra varnarleik. Ég er ánægur með formið á okkur og kannski eru þessi rauðu spjöld búin að hjálpa mínum mönnum að vera í góðu formi. Ég held að það hafi verið munurinn á liðunum undir lokin, við erum í betra formi.“

Milos segir að allir hafi verið meðvitaðir um mikilvægi leiksins.

„Það var búið að tala um að þetta væri sex stiga leikur, ég veit ekki með það, ég hef aldrei fengið sex stig fyrir að vinna fótboltaleik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×