Enski boltinn

Milner vill spila á miðjunni hjá Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Milner kominn í rautt.
James Milner kominn í rautt. vísir/getty
James Milner, miðjumaðurinn enski sem Liverpool fékk frá Manchester City í sumar, vill spila meira á miðjunni hjá sínu nýja félagi en hann gerði hjá City.

Milner kom til Liverpool eftir fimm ár í Manchester þar sem hann varð tvisvar sinnum Englandsmeistari, en hjá City spilaði hann stundum úti á vængnum og einstaka sinnum sem bakvörður.

„Ég hef verið mjög heppinn að spila fyrir stór félög og nú er ég kominn til annars risafélags,“ segir Milner sem mun klæðast treyju númer sjö hjá Liverpool.

„Þetta er mikil áskorun fyrir mig. Ég vil spila fótbolta og gera það á miðjunni ef ég get. Þar hefur knattspyrnustjórinn sagst ætla að nota mig.“

„Að spila er það sem skiptir mig máli nú á seinni stigum ferilsins. Ég er ekki að segja að ferilinn sé við það að enda því ég á nóg eftir. Ég vil bara spila eins mikið og ég mögulega get,“ segir James Milner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×