Enski boltinn

Milner nálgast Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Milner.
James Milner. Vísir/Getty
Allt útlit er fyrir að James Milner gangi í raðir Liverpool í sumar ef viðræður aðila ganga vel í vikunni. Milner mun funda með forráðamönnum félagsins á næstu dögum samkvæmt fréttum enskra miðla.

Milner verður samningslaus í sumar en hann hefur á mála hjá Manchester City frá 2010 og þar áður hjá Aston Villa, Newcastle og Leeds. Hann er 29 ára gamall og varð tvívegis enskur meistari og einu sinni bikarmeistari með City á fimm árum sínum hjá félaginu.

Hann á að baki 53 leiki með enska landsliðinu og er fastamaður í liði Roy Hodgson. Forráðamenn City vildu halda honum en Milner mun hafa hafnað tilboði félagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×