ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 16:30

Leita ađ ţátttakendum fyrir Hannađ fyrir framtíđina

LÍFIĐ

Milner: Liverpool er betra en meistaraliđ City

 
Enski boltinn
14:45 19. MARS 2017
James Milner fćr góđ ráđ frá Jürgen Klopp í gćr.
James Milner fćr góđ ráđ frá Jürgen Klopp í gćr. VÍSIR/GETTY
Guđmundur Marinó Ingvarsson skrifar

James Milner leikmaður Liverpool segir Liverpool vera með betra lið en Manchester City liðin sem urðu meistarar með Milner innanborðs.

Manchester City tekur á móti Liverpool í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16.30. Milner ræddi við Sky Sports í aðdraganda leiksins og segist hann aldrei hafa verið í betra liði.

„Ég hef verið svo lánsamur að leika með mörgum góðu liðum með marga góða leikmenn,“ sagði Milner við Sky Sports en hann varð meistari með City 2012 og 2014.

„Það voru augljóslega góðir leikmenn í liðum City sem unnu titilinn en sem lið þá er þetta það besta sem ég hef leikið með.

„City var augljóslega frábært lið og var mögulega með fleiri leikmenn í sérflokki. Við erum með marga góða leikmenn í Liverpool en sem lið þá leikum við öðruvísi fótbolta. Allir vinna saman,“ sagði Milner sem segir lið Liverpool og City sem mætast í dag vera ólík lið.

„Þetta eru tvö frábær lið sem leika mjög ólíkan fótbolta.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Milner: Liverpool er betra en meistaraliđ City
Fara efst