Erlent

Milljónir upplifðu almyrkva á sólu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Melania og Donald Trump fylgdust vel með.
Melania og Donald Trump fylgdust vel með. Vísir/AFP
Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Melania, litu upp til sólarinnar í dag til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin. BBC greinir frá.

Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö.

Áhugasamir flykktust til hinna ýmsu smábæja víðs vegar um Bandaríkin þar sem hvað best var að upplifa almyrkvann. Um hundrað þúsund heimsóttu meðal annars Carbondale í Illinois þar sem almyrkvinn varði hvað lengst, í um tvær mínútur og 40 sekúndur.

Donald Trump tók sér tíma frá vinnudeginum í Hvíta húsinu til þess að líta upp til himins ásamt eiginkonu sinni og syni þeirra, Barron Trump.

Héðan frá Íslandi sást lítilsháttar deildarmyrkvi. Hann hófst klukkan tuttugu og eina mínútu yfir sex, náði hámarki nú klukkan 18.44 og lauk klukkan fimm mínútur yfir sjö.

Hér að neðan má sjá myndband af almyrkvanum, ásamt nokkrum myndum sem teknar voru á vegum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna.

Mynd/NASA
Mynd/NASA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×