Innlent

Milljónir hafa séð Lagarfljótsorminn á YouTube

Tvær og hálf milljón notenda YouTube hefur nú séð myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf tók við Lagarfljót á dögunum. Ríkisútvarpið sýndi myndskeiðið á dögunum en síðan þá hafa margir af stærstu miðlum heims tekið fréttina upp.

Nú er svo komið að á myndbandavefnum YouTube hefur myndbandið aldeilis slegið í gegn. Það er vinsælast í flokknum „News & Politics" og í tuttugugasta sæti yfir vinsælustu myndbönd þessarar viku sem nú er að líða.

Alls hafa 2,434,616 manns skoðað myndbandið og þar að auki hefur það nokkrum sinnum verið sent inn á YouTube og hafa því aðrar útgáfur einnig fengið tugi þúsunda í áhorf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×