Erlent

Milljónir barna hafa skaðast til frambúðar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Sýrlensk börn leika sér á ónýtum skriðdreka. Myndin er tekin skammt frá bænum Kobane sumarið 2015.
Sýrlensk börn leika sér á ónýtum skriðdreka. Myndin er tekin skammt frá bænum Kobane sumarið 2015. vísir/epa
Árið 2016 létust fleiri börn í átökunum í Sýrlandi en á nokkru öðru ári frá því þau hófust árið 2011. Alls kostuðu átökin að minnsta kosti 652 börn lífið á árinu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, þar sem jafnframt segir að aldrei áður hafi verið framin jafn alvarleg brot gegn börnum frá því að borgarastyrjöldin hófst.

Meðal annars voru 850 börn látin taka þátt í hernaði á árinu 2016, sem er nærri þrisvar sinnum meira en árið 2015 þegar 331 barn var sent af stað til að berjast.

„Þjáningin er fordæmalaus. Milljónir barna í Sýrlandi verða fyrir árásum daglega, líf þeirra er allt á hvolfi,“ sagði Geert Cappalaere, svæðisstjóri UNICEF fyrir Mið-Austurlönd og norðanverða Afríku. „Hvert einasta barn hefur orðið fyrir tjóni sem mun fylgja því til æviloka. Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir heilsu allra þessara barna, velfarnað og framtíð.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×