Sport

Milljónamæringur gaf 24 krónur í þjórfé

LeSean McCoy.
LeSean McCoy. vísir/getty
Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, LeSean McCoy, hefur verið í fréttunum vestanhafs eftir að hann gaf ævintýralega lítið þjórfé.

McCoy, sem hleypur fyrir Philadelphia Eagles, var staddur á hamborgarastað í borginni. Eftir máltíðina gaf hann 20 sent í þjórfé sem jafngildir um 24 krónum.

„Þjórféið mitt er í samræmi við þjónustuna. Það er munur á lélegri þjónustu, góðri þjónustu og að menn eigi einfaldlega slæman dag. Það er munur á því að vera bara dónalegur eða með vanvirðingu," sagði milljónamæringurinn McCoy en hann var allt annað en ánægður með þjónustuna sem hann fékk.

„Þetta þjórfé var yfirlýsing af minni hálfu út af þjónustunni. Það er ekki hægt að vera dónalegur við einhvern og ætlast til þess að fá síðan gott þjórfé."

Eigandi staðarins var svo móðgaður að hann tók mynd af kvittuninni og birti á Facebook. Kvittunina má sjá hér að neðan.

Málið var mikið á milli tannanna á fólki á Twitter og leikarinn Charlie Sheen fann svo til með þjóninum að hann ákvað að gefa honum 120 þúsund krónur. Tístið hans Sheen má einnig sjá hér að neðan.

„Ég er ánægður með að Sheen sé farinn að gera eitthvað jákvætt," sagði McCoy er hann frétti af gjörningi Sheen.

Kvittunin.
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×