Innlent

Milljóna styrkir til íþróttafélaga fyrir bæjarráð

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur.
Frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur. Vísir/Anton
Á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var samþykkt að leggja það til við bæjarráð Reykjanesbæjar að veita tvo styrki, samtals að upphæð sex milljónir króna, til Ungmennafélags Njarðvíkur og Keflavíkur ungmennafélags.

Fáist styrkirnir samþykktir verður þeim úthlutað til meistaraflokka körfuknattleiks- og knattspyrnudeilda félaganna. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins.

Í fundargerðinni er sagt að formenn körfuknattleiks- og knattspyrnudeildar beggja félaga hafi borið upp erindi á fundinum. Þar segir að í máli þeirra hafi komið fram að mikilvægt sé að ráða starfsmann til að hjálpa til við rekstur félaganna og að rekstrarvandi þeirra sé nokkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×