Erlent

Milljón hefur yfirgefið heimilin

Freyr Bjarnason skrifar
Ksenia Plyushch sýnir móður sinni sprengjubrot í þorpinu Osykove í austurhluta Úkraínu. Rúm ein milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í landinu.
Ksenia Plyushch sýnir móður sinni sprengjubrot í þorpinu Osykove í austurhluta Úkraínu. Rúm ein milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í landinu. Fréttablaðið/AP
Meira en ein milljón manns hefur þurft að yfirgefa heimili sitt vegna átakanna í austurhluta Úkraínu, að sögn starfsmanns Sameinuðu þjóðanna.

Undanfarnar þrjár vikur hefur tala þeirra, sem hafa yfirgefið heimili sitt, tvöfaldast og er komin í að minnsta kosti 260 þúsund manns. Alls hafa 814 þúsund manns til viðbótar flúið yfir rússnesku landamærin á þessu ári, að því er kom fram hjá BBC.

Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum hafa barist við úkraínska herinn síðan í apríl. Aðskilnaðarsinnar í borgunum Donetsk og Luhansk hafa lýst yfir sjálfstæði eftir að Rússar tóku völdin á Krímskaga og aðgreindu hann frá Úkraínu.

Frá því átökin hófust hafa um 2.600 manns fallið og þúsundir særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×