Lífið

Milljarður rís í Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Á síðasta ári dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri í tengslum við viðburðinn.
Á síðasta ári dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri í tengslum við viðburðinn. Vísir/Hörður Ásbjörnsson
Viðburðurinn Milljarður rís hefst í Hörpunni klukkan 12 í hádeginu þar sem öllum landsmönnum er boðið að dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Vísir verður með beina útsendingu frá Hörpunni.

UN Women á Íslandi sem stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við tónlistarhátíðina Sonar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Milljarður rís, eða One Billion Rising, er alþjóðleg hreyfing runnin undan rifjum Eve Ensler, höfundar Píkusagna, en þá hittist fjöldi fólks um allan heim og dansar gegn kynbundnu ofbeldi.

Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir að um þrjú þúsund manns hafi fyllt dansgólf landsins í fyrra og sé ætlunin að gera enn betur í dag. „Í fyrra mættu milljónir manna saman í 207 löndum og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi. Um leið er dansað fyrir réttlæti og betri heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og njóta um leið sömu tækifæra og karlmenn og strákar. Íslendingar létu sitt ekki eftir liggja í fyrra en þá dönsuðu um 3.000 manns í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri.“

Í tengslum við Milljarður rís er armband merkt „Fokk ofbeldi“ selt í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um allt land. Kassmerkið fyrir viðburðinn er #milljardurris15.

Uppfært kl. 12.30. Vegna tæknilegra örðugleika náðist ekki samband við beinu útsendinguna í Hörpu. Við biðjum lesendur velvirðingar á því.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×