Viðskipti innlent

Milljarða aukning í september

Meðalferðalangurinn frá Sviss var örlátastur en Norðmenn fylgdu í kjölfarið.
Meðalferðalangurinn frá Sviss var örlátastur en Norðmenn fylgdu í kjölfarið. Nordicphotos/getty
Erlend greiðslukortavelta í september nam 9,4 milljörðum sem er tæplega tveggja milljarða aukning samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Mestu fé vörðu ferðalangar í gistiþjónustu eða um tveimur milljörðum. Það er fjórðungsaukning frá september í fyrra. Mest var aukningin í sölu á hinum ýmsu skoðunarferðum eða 58,6 prósent.

Meðalferðamaðurinn greiddi 106 þúsund krónur með korti sínu sem er 2,5 prósenta aukning eftir að verðhækkanir eru teknar með í reikninginn. Ferðalangar frá Sviss greiddu að jafnaði hæstu upphæðirnar með greiðslukortum sínum, 176 þúsund krónur, en Norðmenn eyddu næstmest. Pólverjar og Japanar ráku lestina.

Tölur þessar taka ekki til kaupa á þjónustu sem ekki fer í gegnum íslenska færsluhirða. Ýmsar greiðslur, til að mynda vegna erlendra ferðaþjónustuaðila eða annarra milliliða, eru því ekki teknar með í reikninginn.


Tengdar fréttir

Almenn lögregla vígbúist ekki án umræðu

„Í ljósi umræðu um vopnaburð lögreglu felur bæjarráð bæjarstjóra að leita skýringa og svara við því hvort breytingar hafi orðið á þeirri grundvallarstefnu að lögregla skuli ekki vera búin skotvopnum við almenn störf sín,“ segir í bókun sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×