Körfubolti

Miller: Kobe þarf að breyta leikstílnum

Miller var nýlega tekinn inn í frægðarhöll(e.Hall of Fame) körfuboltans.
Miller var nýlega tekinn inn í frægðarhöll(e.Hall of Fame) körfuboltans. Vísir/getty
Mikið hefur verið rætt um framtíðina hjá hinum 36 árs gamla Kobe Bryant, leikmanni Los Angeles Lakers. Bryant er þessa dagana að undirbúa sig fyrir sitt nítjánda tímabil með Lakers en hann hefur glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár.

Bryant sleit hásin rétt fyrir upphaf úrslitakeppninnar árið 2013 en hann sneri aftur aðeins átta mánuðum síðar í síðasta desember. Hann lék aðeins sex leiki þar til hann meiddist í hné og sat hann hjá það sem eftir lifði tímabilsins.

Reggie Miller, fyrrum leikmaður Indiana Pacers, hefur trú á því að Bryant sem er talinn einn af bestu körfuboltamönnum allra tíma muni aldrei verða sami leikmaður á ný og að hann þurfi að breyta leikstíl sínum.

„Hann getur ekki ætlast til þess að skora að meðaltali tæplega þrjátíu stig á hverju kvöldi. Ég hef fulla trú á því að hann geti skorað 20-22 stig að meðatali á kvöldi en hann þarf að gera sér grein fyrir stöðunni og fá meiri hvíld til þess að vera ferskur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×