Lífið

Miley Cyrus og Sinead O'Connor komnar í hart

Söngkonan Sinead O'Connor sendi poppstjörnunni ungu, Miley Cyrus, opið bréf í vikunni þar sem hún varaði hana við hættum tónlistargeirans.

Í bréfinu segir O‘Connor meðal annars að það hryggi sig að sjá að Cyrus rýri trúverðugleika sinn og hæfileika með því að vera nakin og sleikja sleggju. O‘Connor vísar þar í nýjasta tónlistarmyndband poppstjörnunnar ungu, Wrecking Ball, sem vakið hefur mikið umtal um allan heim. 

Finnst mörgum nóg um kynferðislega tilburði poppstjörnunnar í myndbandinu. 

O‘Connor segist jafnframt hafa áhyggjur af Miley og vill miðla af áratugareynslu sinni í bransanum, til þess að hjálpa henni á rétta braut.

Miley gaf ekki mikið út á tilraunir O'Connors til að rétta fram hjálparhönd, heldur fór á samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún vakti athygli á gömlum færslum frá Sinead O'Connor, en sú hefur glímt við geðhvarfasýki um langt skeið.

Sem svar við þessu uppátæki Cyrus, hefur Sinead O'Connor sent Miley annað opið bréf, þar sem hún er öllu harðorðari en í því fyrra.

Þar segir O'Connor Miley meðal annars haga sér eins og vændiskonu og kalla það femínisma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×