Viðskipti innlent

Miklu dýrara að leigja bílaleigubíl í Keflavík

Atli Ísleifsson skrifar
Leigan á Gardermoen-velli í Ósló er næsthæst en þó nærri fjörtíu prósent ódýrari en við Keflavíkurflugvöll.
Leigan á Gardermoen-velli í Ósló er næsthæst en þó nærri fjörtíu prósent ódýrari en við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Daníel
Leiga á bílaleigubílum er mörgum tugum prósentum dýrari hjá bílaleigunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, borið saman við bílaleigur á öðrum evrópskum flugvöllum. Þannig er fjórum sinnum dýrara að leigja bíl á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn í sumar, ef miðað er við verðið í dag. Fréttavefurinn Túristi greinir frá.

Á vef Túrista segir að ferðamaður sem bókar núna bílaleigubíl í tvær vikur hér á landi í júní, júlí eða ágúst borgar að jafnaði um 122 þúsund krónur fyrir fólksbíl af minnstu gerð í fjórtán daga. „Sambærilegur bíll kostar tæplega 29 þúsund á bílaleigunum við flugstöðina í Kaupmannahöfn, 42 þúsund í Barcelona, 46 þúsund í Frankfurt en 77 þúsund í Ósló.“

Leigan á Gardermoen-velli í Ósló er næsthæst en þó nærri fjörtíu prósent ódýrari en við Keflavíkurflugvöll samkvæmt athugun Túrista.

Í verðkönnuninni voru fundnir ódýrustu leigubílarnir við hverja flugstöð seinni part júnímánaðar, júlí og ágúst og svo reiknað út meðalverð á dag.

Í frétt Túrista má sjá töflu með meðalverði á dag ef bíll er leigður í hálfan mánuð við tuttugu evrópskar flugstöðvar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×