Erlent

Miklir skógareldar herja á íbúa norður af Los Angeles

Atli Ísleifsson skrifar
Miklir skógareldar geisa nú í fjöllunum norður af Los Angeles í Kaliforníu og hafa mörg hundruð íbúa neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Eldarnir náðu í gærkvöldi yfir rúmlega átta þúsund hektara lands og hefur mátt sjá mikinn reyk stíga yfir stóra hluta Los Angeles-sýslu.

Í frétt BBC kemur fram að um þrjú hundruð manns hafi þurft að flýja heimili sín nærri borginni Santa Clarita. Þá hefur almenningssundlaugum í Pasadena og Glendale verið lokað vegna reyks og öskufalls.

Slökkviliðsstjórinn John Tripp segir að um þúsund heimili séu nú í hættu, en ef aðstæður myndu vernla gætu allt af 45 þúsund heimili verið í hættu, aðallega í dalnum San Fernando.

Mikill hiti og stekir vindar hafa skapað kjöraðstæður fyrir skógareldana og hafa veðurfræðingar varað við að spáð sé litlum breytingum á veðri.

Eldarnir brutust út síðdegis á föstudaginn í svæðinu í kringum Sandgljúfur, nærri Santa Clarita. Vindarnir hafa svo fært eldana í áttina að Angeles-skógi.

Um níu hundruð slökkviliðsmenn berjast nú við útbreiðslu eldanna og hafa þyrlur og flugvélar verið notaðar í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×