Innlent

Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Freyr Ketilsson, framkvæmdastjóri Dattaca Labs.
Freyr Ketilsson, framkvæmdastjóri Dattaca Labs. Vísir/Skjáskot
Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir fimmtán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina „ég vil fá persónugögnin mín.“

Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um persónuverndarlöggjöfina sem tók gildi í dag en hún og byggir á reglugerð Evrópusambandsins. Freyr Ketilsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Dattaca Labs, sem leggur áherslu á hagkerfi persónuupplýsinga, segir um mikilvægan áfanga að ræða.

Í því skyni að hvetja almenning til að nýta þennan rétt hafi verið gripið til ýmissa ráða en til að mynda eru hátt í 1.600 manns skráðir í fyrrnefndan Facebook-hóp þegar þetta er skrifað, og fer þeim ört fjölgandi. Þegar litið er til framtíðar geta verið miklir hagsmunir í húfi fyrir einstaklinga að sögn Freys, jafnvel fjárhagslegir.

Þá gefur hann lítið fyrir gagnrýni fyrirtækja sem telja fyrirvarann hafa verið of stuttan en þeim hafi mátt vera ljóst um hríð að dagurinn í dag rynni upp. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×