Innlent

Miklar tafir á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Gunnar
Miklar tafir hafa orðið á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli í dag vegna veðurs. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands hefur meðalvindhraði þar í dag verið rúmir tuttugu metrar á sekúndu en hviður hafa farið upp í allt að 30 metra á sekúndu.

Veðurstofan býst við stormi, meðalvindi meira en 20 metrum á sekúndu, um mest allt land fram yfir miðnætti og jafnvel roki, meðalvindi meira en 24 metrar á sekúndu, sum staðar.

Hafa farþegar nokkurra véla setið fastir í vélum á Keflavíkur flugvelli í þó nokkurn tíma vegna þess að ekki hefur tekist að koma flugvélum að landgöngunum.

„Það er mjög slæmt veður þarna suðurfrá og þegar svoleiðis er þá gengur þetta allt mjög hægt fyrir sig. Fólk fer varlega, þannig er staðan á þessu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×