Viðskipti innlent

Miklar launahækkanir gætu aukið atvinnuleysi

ingvar haraldsson skrifar
Atvinnuleysi gæti aukist verði launahækkanir of miklar.
Atvinnuleysi gæti aukist verði launahækkanir of miklar. vísir/daníel
Miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum gætu valdið því að atvinnuleysi hér á landi aukist. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.

Í Hagsjánni segir að tugprósenta launahækkanir sem nú eru til umræðu séu umfram mögulega framleiðniaukningu í hagkerfinu. Því þurfi fyrirtæki, miðað við óbreytta arðsemi, annað hvort að hækka verð eða draga úr launakostnaði með því að ráða færri eða segja upp starfsfólki. „Sé staðan á markaði sú að erfitt sé að hækka vöruverð með beinum hætti liggur beinast við að reyna að draga úr launakostnaði,“ segir í Hagsjánni.

Atvinnuleysi hefur verið á niðurleið að undanförnu og var 4% í mars síðastliðnum en 6,1% í mars árið 2014. Bent er á að miklar launahækkanir valdi vaxtahækkunum sem geri rekstarstöðu fyrirtækja erfiðari. Því þurfi fyrirtæki að bregðast við með því að draga úr vinnuaflsnotkun og fjárfestingum sem bæði dragi úr innlendri eftirspurn og auki atvinnuleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×