MIĐVIKUDAGUR 7. DESEMBER NÝJAST 16:24

Kveikti í sér viđ húsnćđi Útlendingastofnunar í Víđinesi

FRÉTTIR

Mikkel Maigaard hélt upp á nýja samninginn međ ţví ađ afgreiđa KR í kvöld | Myndir

 
Íslenski boltinn
21:55 01. FEBRÚAR 2016

Mikkel Maigaard Jakobsen, nýr danskur framherji Eyjamanna, skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á KR í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Egilshöllinni í kvöld.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan.

Bæði lið enduðu með tíu menn á vellinum en Eyjamenn voru manni færri frá 68. mínútu leiksins þegar Pablo Oshan Punyed Dubon fékk sitt annað gula spjald. KR-ingurinn Valtýr Már Michaelsson var síðan rekinn af velli átta mínútum fyrir leikslok.

Mikkel Maigaard Jakobsen er nýbúinn að ganga frá tveggja ára samningi við lið ÍBV og sýndi það í kvöld hvernig á að halda upp á nýjan samning. Hann skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleiknum.

Fyrra markið skoraði Mikkel Maigaard með frábæru skoti á 25. mínútu og átta mínútum síðar var hann búinn að skora öðru sinni framhjá Stefáni Loga Magnússyni í marki KR-liðsins.

Mikkel Maigaard Jakobsen spilaði tvo leiki með ÍBV í Fótbolta.net mótinu og skoraði þeim fimm mörk en hann var með þrennu í sigri á Víkingi úr Ólafsvík.

Guðmundur Andri Tryggvason, sonur Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar, kom inná sem varamaður hjá KR í fyrri hálfleik þeghar Óskar Örn Hauksson fór meiddur af velli og það var síðan Guðmundur Andri sem skoraði eina mark KR-liðsins á 78. mínútu leiksins.

Það er hægt að lesa allt um leikinn á síðu fótbolta.net en upplýsingarnar hér fyrir ofan eru fengnar þaðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Mikkel Maigaard hélt upp á nýja samninginn međ ţví ađ afgreiđa KR í kvöld | Myndir
Fara efst