Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá SønderjyskE

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur var á sínum stað hjá SønderjyskE í dag.
Hallgrímur var á sínum stað hjá SønderjyskE í dag. Vísir/Valli
Hallgrímur Jónasson spilaði allan leikinn fyrir SønderjyskE sem bar sigurorð af FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Rubin Okotie kom SønderjyskE yfir eftir rúmlega hálftíma leik og Björn Paulsen bætti við marki þegar 13 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Jens Stryger Larsen minnkaði muninn fyrir Nordsjælland á 70. mínútu áður en Okotie skoraði sitt annað mark og tryggði SønderjyskE mikilvægan sigur í botnbaráttunni.

Hallgrímur hefur verið fastamaður í liði SønderjyskE á tímabilinu, en með sigrinum í dag komst liðið úr botnsætinu og upp í það 11. og er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti þegar fimm umferðum er ólokið.

Nordsjælland situr í 7. sæti með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×