Innlent

Mikilvægt að taka viðvaranir alvarlega

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Vísir/Egill Aðalsteinsson
Viðbragðstjórn Sjúkrahússins á Akureyri var kölluð saman í morgun vegna mikillar gosmengunar í bænum. Ákveðið var að slökkva á loftræstikerfi spítalans til tryggja öryggi sjúklinga. Íslendingar hafa ekki upplifað aðra eins mengun í meira en tvær aldir og segir deildarstjóri Almannavarna mikilvægt að taka viðvaranir alvarlega.

Í Eyjafirði, Skagafirði og Snæfellsnesi var íbúum ráðlagt að halda sig innandyra í dag vegna gosmengunar, loka gluggum og hækka í ofnum. Blá mengunarmóða lá yfir svæðunum. Sjómenn við Eyjafjörð héldu í land vegna mikillar menguna og fáir voru á ferli. Mest mældist mengunin á Akureyri um 6000 míkrógrömm á rúmmetra. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri var viðbragðsstjórn kölluð saman þegar mengunin var komin yfir 2000 í morgun og tekin var ákvörðun um að slökkva á loftræstikerfum spítalans vegna hættu sem gæti skapast fyrir sjúklinga.

Hildigunnur Svavarsdóttir, formaður viðbragðsteymis Sjúkrahússins á Akureyri , segir sjúklingana viðkæma og því hafi verið mikilvægt að tryggja að gosmengunin næði ekki til þeirra inni á spítalanum. Síðdegis var loftræstikerfið sett í gang á ný þegar dregið hafði úr mengun.

Almannavarnir sendu um þrjátíu þúsund manns á svæðunum smáskilaboð í dag þar sem varað var við mikilli mengun. Þá virðist sem að fjölmargir hafi fundið vel fyrir henni. Víðir Reynisson, deildarstjóri

Almannavarnadeilar Ríkislögreglustjóra, segir leita þurfi allt aftur til gossins í Lakagígum til að finna dæmi um álíka mengun hér á landi. Þá sé sé mikilvægt að fólk taki viðvaranir alvarlega.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×