Viðskipti innlent

Mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði Seðlabankans

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld að standa vörð um sjálfstæði Seðlabankans til að trúverðugleiki hans bíði ekki hnekki. Þetta kemur fram í fjórðu eftirfylgnisskýrslu framkvæmdastjórnar sjóðsins um Ísland.

Sjóðurinn fagnar þeim áformum ríkisstjórnarinar að hefja undirbúning að afnámi gjaldeyrishafta og leggur áherslu á áframhaldandi aðhald í ríkisútgjöldum. Þá segir í skýrslunni að þrátt stöðugan efnahagsbata og jákvæðar horfur í efnahagsmálum sé nauðysnlegt að taka á þeim vandamálum sem komu upp í kjölfar bankahrunsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×